Veislur / Fundir / Árshátíðir


Vatnsholt er kjörinn staður fyrir árshátíðir, fundi og ráðstefnur (að ógleymdum óvissu- og hvataferðum, afmælisveislum, fermingum og ámóta mannfögnuði) enda óspart notaður sem slíkur á síðastliðnum árum, með ánægjulegum árangri.

Veitingasalir okkar eru í nýuppgerðri hlöðu og fjósi, sem rúma allt að 300 manns. Um er að ræða þrjú aðskilin rými, en tvö þeirra bjóða upp á að opnað sé á milli (hlöðu og fjóss) og rúma salirnir þá samanlagt um 220-230 manns. Þriðji salurinn er fyrrum hesthús, inn af bar í móttöku, og rúmar u.þ.b. 80 manns.

Í veislusölum okkar eru til staðar skjávarpar, hljóðkerfi og þráðlaust internet.

Við leggjum áherslu á sveigjanleika í öllum þjónustubrögðum, enda metnaðarmál okkar að uppfylla óskir viðskiptavina í hvívetna. Við veisluhöld býður staðurinn hvort tveggja upp á diskaþjónustu og hlaðborð og til að auka enn fjölbreytnina, höfum við átt rómað samstarf við annálaða matreiðslumeistara, meðal annars Úlfar Finnbjörnsson, sem lagt hefur okkur lið við að stofna til villibráðahlaðborðs við brúðkaupsveisluhöld.

Á undanförnum árum hafa ánægðir gestir í þúsundatal lokið lofsorði á Vatnsholt sem úrvals vettvang fyrir mannfagnaði af öllu tagi, þar sem fara saman veitingar og þjónustu í háum gæðaflokki, notalegt andrúmsloft og ekki síst einstök staðestning.

Hikið ekki við að hafa samband til að fá frekari upplýsingar.

Vinsamlega sendið okkur fyrirspurn hér

Restaurant drawingVatnsholt AFTER changesThe cows houseThe new barThe horse stableThe BarnJól 2