Veitingarhúsið


Veitingahúsið okkar er sannkallað glæsihýsi, hátt til lofts og vítt til veggja enda innréttað þar sem áður voru hlaða og fjós.

Í eldhúsi Vatnholts kosta matreiðslumenn okkar kapps að elda þjóðlega og hugkvæmnislega rétti, úr fyrsta flokks fersku hráefni, nær einvörðungu úr héraði, eða beint frá bónda eins og núorðið tíðkast að kalla það, enda hefur staðurinn víða hlotið lof fyrir veitingar og þjónustu.

Vatnsholt nýtur fallegs umhverfis og náttúruauðæva. Staðurinn hefur átt vinsældum að fagna af hálfu gesta af öllu þjóðerni, jafnt að sumri sem vetri, sem hafa lýst því hve tilvalið sé að njóta kyrrðarinnar í sveitinni, gera vel við sig í mat og drykk, og ekki síst að upplifa íslenska náttúru undir albjörtum næturhimni á miðju sumri (bjartar nætur) eða við skin norðurljósanna að vetrarlagi.

The cows houseThe new barThe horse stableThe Barn

Restaurant in south of Iceland, serving fresh food, fresh fish, local food,

 

 

 

 

 

 

 

 

Restaurant 3

Restaurant 4