Gistiheimilið


Sveitagistiheimilið Vatnsholt er glæsilegt og fjölbreytt gistiheimili á bráðfallegum stað fyrir austan fjall, steinsnar frá höfuðborginni. Húsakostur er fyrrum sveitabýli ásamt meðfylgjandi gripahúsum sem gerð hafa verið upp af hugkvæmni og góðum smekk og innréttuð með öllum hugsanlegum þægindum.

Vatnsholt býður upp á úrvalsgistingu í ýmsum gæðaflokkum fyrir allt að 77 manns, í vönduðum uppbúnum rúmum, á 34 gistiherbergjum af ýmsum gerðum og stærðum.

Af þeim eru 24 fyrsta flokks herbergi með sérbaði og að auki 10 sambærileg herbergi, án baðs, er deila sameiginlega 6 baðherbergjum.

Internet-aðgengi stendur til boða gegn sanngjarnri þóknun á öllum herbergum.

Í Vatnsholti er stórt glæsilegt veitingarhús og bar. Sérstök áhersla er lögð á íslensk einkenni, tengsl við sveit, náttúru og dýralíf og ekki síst persónulegt og hlýlegt viðmót.

Þegar öllu er á botninn hvolft: Ríkulegur sveitsjarmi í faðmi sígilds íslensks handverks

Vatnsholt AFTER changes

 

 

Vatnsholt BEFORE changes