Um okkur


Magga og Jói

Við eigendur staðarins erum hjónin Jóhann Helgi Hlöðversson og Margrét Ormsdóttir. Árið 2005 festum við kaup á jörðinni Vartnsholti, tókum okkur upp og fluttum ásamt börnum okkar úr Hafnarfirði austur fyrir fjall og settumst að í Vatnsholti.

Húsakynni vöru í talsverðri niðurníðslu og máttum við því heldur betur taka til hendinni. Kreppan árið 2008 setti stórt strik í reikninginn, bankar urðu gjaldþrota, lán hækkuðu og viðskiptu drógust saman. En þrátt fyrir ógnarhramm kreppunnar og mikil fjárútlát við endurbætur, snerum við vörn í sókn og árið 2010 opnuðum við sveitagistiheimilið Vatnsholt með 14 gistiherbergum.

Skömmu síðar værðum við enn út kvíarnar, og í dag getum við boðið 34 gistiherbergi og veitingasali fyrir allt að 300 manns.

Vatnsholt er líf okkar og yndi og við lítum á gesti okkar sem hluta fjölskyldunnar, meðan þeir staldra við. Það er okkur persónulegur heiður að fá að taka á móti ykkur hér í sveitasælunni, í von um að þið eigið hjá okkur góða daga.

Hér er meðfylgjandi myndband sem lýsir þeim breytingum sem orðið hafa á Vatnsholti í tímans rás: